- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
110

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

í andlátinu? það er kallað helfró
af þeim, sem stunda sjúka; þessi helfró
er nú á mèr. — Ó, blíða, blíða brúður!
hún Hel, sem gleypti hunang anda þíns,
ei hefur enn þá sigrað þína fegurð;
þú ert ei sigruð enn, því fríðleiksmerkið
með purpuranum prýðir kinn og varir
og dauða-fáninn dapri sèst ei enn þá.
Og Tíbalt! þar ert þú í blóðgum blæjum.
Æ, get eg sýnt þèr greiða meiri, Tíbalt,
en ef sú hönd, sem hjó hið unga líf þitt,
nú höggur aptur fjandmann þinn til bana?
Ó, fyrirgef mèr, frændi! — Júlía, elska!
hví ertu enn svo fögur? Get eg ætlað,
að blóðlaus dauðinn hafi huga til þín,
og helbleikt vofuskrímslið geymi þig
í myrkri þessu, eins og ástmey sína?
Eg óttast þetta, vil því vera hjá þèr,
og burt úr þessum dimma dauðasal
eg fer ei fet; nei, hèr, hèr skal eg una
hjá skemmu-þernum þínum, yrmlingunum.
Já, eilíft óðal hefi eg numið hèr,
og fleygi oki feigðar-stjörnu minnar,
af firrna þreyttu, veraldarleiðu holdi.
Sjáið nú síðast, augu; faðm nú, faðmur!
þið varir mínar, andans dýru dyr,
innsiglið nú með helgum koss þá handskript,
er hljóta skal nú okurkarlinn Dauði.
Kom nú, minn leiði förunautur, fram! —
Nú, stýrimaður, stýr þá beint í blindni
á boðann þínu sollna feigðar-fari!—

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free