- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
114

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

(Varðmenn koma með Balthasar.)

2. varðm.: Hèr innan garðs fannst þessi, þjónn hans Rómeós.

1. varðm.: Svo geym hann heilan hèr unz furstinn kemur.

(Enn aðrir koma með Lárenz.)

3. varðm.: Sjá hèr einn munk, sem hristist, grætur, stynur,
við tókum þennan pál og þessa reku
úr höndum hans; hann hittist hinumegin.

l.varðm.: Það vekur mikla grunsemd; gætið munksins.

(Furstinn kemur með föruneyti.)

Furst.: Hver óhöpp eru hèr svo árla’ á ferli,
og heimta oss úr hvíld svo snemma morguns?

(Kapúlett, frú Kapúlett og fleiri koma.)

Kap.: Hvað gengur á, hví hrópa menn svo hátt?

Frú K.: Á strætum æpir fólkið ýmist „Rómeó“,
og aðrir „Júlía“, enn þá aðrir „París“,
og hlaupa æpandi til okkar grafreits.

Furst.: Hver ósköp dynja hèr í eyrum vorum?

1. varðm.: Lít París greifa, fursti, hann er fallinn,
eins Rómeó, og Júlía, sú er sáluð
var sögð fyr’ skemmstu, er hèr volg og ný-myrt.

Furst.: Far, rannsakið, hvað valdi þessum voða.

l. varðm.: Sjá munk einn hèr og mann sem fylgdi Rómeó,
þeir höfðu tæki hentug til að brjóta
upp legstað þennan hinna látnu manna.

Kap.: Æ, Drottinn minn’ sjá dótturblóðið, kona!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free