- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
118

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og eg, sem þoldi ykkar vonda fjandskap,
hef misst tvo frændur: öllum hlaut að hefnast.

Kap.: Ó, bróðir, Montag, bjóð mèr þína hönd,
eg bið um dóttur minnar forlagseyri
og heimta’ ei meir.

Mont.: En meira vil eg gjalda;
úr skíru gulli skal hún hljóta varða,
og meðan nokkur nefnir Verónsborg
skal hvergi finnast mynd á vengi víðu
eins vegsamleg og Júlíu hinnar fríðu!

Kap.: Þíns sonar mynd skal hennar standa hjá,
svo heiptarfórnir beggja megi sjá!

Furst.: Oss færir þessi dagur dapran frið
og drottning ljóssins felur hryggva brá.
Vèr skulum enn þá eigast meira við
og einn skal laun, en hinn skal refsing fá.
Því engum raunir auðnan þyngri bjó
en ungri Júlíu og Rómeó.

(Þeir fara.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free