- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
Athugasemdir

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

A^hiigasemdir.

Rómeó og Júlía er eitthvert hið alkunnasta sorgarspil
Shak-speares, og hefur opt verid kallað „ástarinnar eigið sjónarspil44.
Að hrósa slíkura leik, segir enskur listamadur einn, vœri sama
sem að prylla glóandi gull.

1. þátt., 1. atr. Shakspeare byrjar opt einkennnilega sína leiki,
en sjaldan kemur betur fram en hér hans dramatiska djúpsæi
þegar í byrjuninni, er þjónum œttanna lendir saman. Einnig í
því, að hann lætur Rómeó vera ástfanginn í Rósalínu, áður en
byrjar hans mikla ást til Júlíu. Hann vildi sýna mun
ástar-drauma, og sannrar, ósigrandi ástar.

1. þ., 3. atr. Fóstran er mikil og merkileg persóna í leik
þess-um, einkum við hliðina á hinni barnslega fogru Júlíu. Orð
henn-ar: „Datztu núna á nefið" o. s. fry., eru að vísu miður siðleg nú á
dögum, en þau stinga vel í stúf við sakleysi Júlíu, sem einkum
lýsir sér í svari hennar við móðurina rétt á eptir: „|>að er
sú upphefð, sem mig aldrei dreymdi’ um.u

1. þ.f 4. atr. „Við notum engan blindingsbundinn AmorM
(ástargoð); það lýtur til, eins og fleira í þessu atriði, siða á þeim
tímum, er grímuleikir voru haldnir. Orðaglens Mercútiós er
víða erfitt að þýða.

2. þ. 1. atr. kónginn, sem fékk flökkukind". J»að lýtur
til vissrar munnmælasögu.

2. þ. 4. atr. „Hann er enginn kattakóngur". 1 ensku
sög-unni „Reynard the Foxu kallast kötturinn Tybalt. í þessu
atriði eru og nokkrir orðaleikir, sem ekki er auðvelt að þýða,
og stöku einni, sem Mercútíó raular til fóstrunnar, er sleppt*
Orðin Pardonnez-moi o. fl. tilgerðarorð eru skensyrði, sem
lúta að sundurgerð manna í tali á dögum skáldsins, og er
reynt að sýna það með sams konar viðhöfn á voru máli. Af
samræðu Rómeós og Mercútíós sést, að nú er annað orðið
skap hins fyrnefnda. Við hina sönnu ást endurfæðist hann og
fær nýja og heila heilsu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free