- Project Runeberg -  Skugga-Sveinn eða Útilegumennirnir /
56

(1898) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Haraldur:

Hverju má ég þá treysta?

Ögmundur:

Engu er að treysta, en allra sizt þvi fólki.

Haraldur:

Því fólki? Er betra fólk til en Ástufólkið?

Ögmundur:

Það fólk mundi svíkja þig í trygðum, og þitt
æfintýr verða allra vor bani.

Haraldur:

Ásta bregst mér aldrei. Hún býðst sjálf til að
hjálpa mér og kenna mér og koma mér í sátt og grið
í öllum sveitum. Svo hjálpa ég þér, Ögmundur, og
síðan —

Ögmundur:

Og síðan, segir þú, veslings fóstri! Þú gleymir
því að við erum bendlaðir við Svein og allir löngu
dæmdir útlagar og réttdræpir með honum. Og þú
veizt ekki að Sigurður í Dal og sýslumaðurinn
Lárenzíus eru okkar svörnustu fjandmenn.

Haraldur:

Þvi eru þeir okkar svörnustu fjandmenn?

Ögmundur:

Það þori ég ekki — það get ég ekki sagt þér. —
Jú, veiztu ekki að Sveinn hefir oftast áreitt Sigurð og
rænt og stolið frá honum?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 20:22:27 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/skugsveinn/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free