- Project Runeberg -  Þulur /
{8}

(1916) Author: Guðmundur Thorsteinsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Þulur

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

GEKK eg upp i Alfahvamm
um aftanskeið,
huldusveinninn ungi
eftir mér beið.
Þið skuluð ekki sjá hann,
þvi síður fá hann.
Eg á hann ein,
eg á ein minn álfasvein.
Hann á brynju og bitra skálm,
bláan skjöld og gyltan hjálm,
hann er knár og karlmannlegur,
kvikur á fæti,
minn sveinninn mæti,
herðabreiður og hermannlegur,
höndin hvít og smá,
augun djörf og dimmblá
dökkri undir brá.
Allar friðar álfameyjar í hann vildu ná.
En þó þær heilli og hjúfri
hann þær aldrei fá,
því hann vill bara menska mey,
mér því skýrði hann frá,
þegar eg fann hann fyrsta sinn
hjá fossinum háa
og berginu bláa.


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:10 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tulur/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free