- Project Runeberg -  Þulur /
{14}

(1916) Author: Guðmundur Thorsteinsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Þulur

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)



        »Fuglinn í fjörunni
        hann kann ekki að kreppa sig í körinni«.
Fann eg hann í fyrravor
framundan Skor.
Vængbrotinn og fjaðrafár
fleytti’ hann sér á bárum,
þær lögðu um hann sitt ljósa hár
og lauguðu í söltum tárum.
Hann seig í kaf með sofnar brár,
söng í hrannargárum:
— Sofðu vinurinn vængjafrár,
varð þér lifsins gróði smár,
fleiri en einn á miði már
merktur þraut og sárum,
flýði ofan í unnir blár
undan árum,
undan þungum árum. —
        »Fuglinn í fjörunni
        hann er bróðir þinn.
        Ekki get eg stigið við þig,
        ekki get eg stigið við þig
        stuttfótur minn«.



<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:10 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tulur/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free