- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
4

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ætlaaðlýsa því, sem fyrir augun mundibera á
ókunn-um hnetti, og ætla mætti, að slík lýsing væri fremur
byggð á ímyndun og tilgátum en sannri þekkingu.
Bnginn maður hefir nokkru sinni komið til tunglsins,
og aldrei mun nokkur koma þangað; því fer svo
fjarri, að menn mundu ekki einu sinni geta lifað þar.
Bngu að síður hafa rannsóknir vorar frætt oss svo
mikið um tunglið og eðli þess, að hægt er að gjöra
sjér nokkurn veginn ljósa hugmynd umþað, er fyrir
augun mundi bera, ef vjer kæmumst upp á þenna
hnött. |>að er þetta, sem jeg ætla nú að reyna að
lýsa; en sjerstaklega verð jeg að taka það fram, að
þótt ekkert mannlegt auga hafi litið margt af því,
sem jeg ætla nú að segja yður, eru það ekki
hug-sjónir einar, heldur alkunn atriði, sem hafa
vísinda-legar sannanir við að styðjast.

Sjónaukarnir hafa frætt oss mikið um yfirborð
tunglsins, og það eigum vjer ljósfræðinni að þakka,
en auðvitað er að þekking vor yrði enn þá ljósari, ef
vjer gætum ferðast þangað. Gætum því að, hvort
oss geti á nokkurn hátt auðnazt að framkvæma slíkt
fyrirtæki.

Byrst og fremst er fremur löng leið til tunglsins,
þótt það sje nær oss en nokkur annar hnöttur, svo
að hver, sem ekki vill eða getur nestað sig nokkurn
veginn vél til slíkrar ferðar með þolgæði og eirð,
ætti helzt að sitja heima og hyggja ekki á tunglför;
því að hjeðan til tunglsins eru 52 þúsund
jarðmáls-mílur. Gætum nú að, hversu lengi vjer mundum
verða þessa vegalengd, sem er tíu sinnum meiri en
umhverfis jörðina.

Viljið þjer þá bregða yður gangandi að gamni
yðar til tunglsins? fjer eruð mesti göngugarpur,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0008.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free