- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
7

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

yður, sem vekti athygli yðar og stytti yður stundir.
Ferð vorri er heitið gegnum hið auða rúm, en eigi
gegnum unaðslegar sveitir nje hrífandi hjeruð; engin
gestastofa breiðir út hinn gestrisna faðm sinn og
býður hinum þreytta férðamanni til kostulegs
kveld-verðar eða mjúkrar hvílu.

Vjer höldum hiklaust áfram, sífellt er sama
tilbreytingaleysið. Stórviðri geta að vísu flýtt
ferð-inni að mun ; bærumst vjer t. a. m. með fellibyl, sém
fer 100 fet á sekúndunni, mundum vjer komast til
tunglsins á 18 vikum; en jeg leyfi mjer að efast um,
að nokkur dirfist að fara slíka glæfraför.

Til eru reyndar enn þá önnur afarfijót öfl, sem
eru örskamman tíma millum jarðarinnar og
tungls-ins. Hljóðið gæti t. a. m. borizt til tunglsins á 13J
degi, og ljósið væri að eins 1-J sekúndu þá vegalengd;
en því miður geta þessi náttúruöfl eigi flutt oss upp
í tunglið.

Vjer verðum því að víkja aptur að loptförunum,
ef vjer viljum framkvæma þessa fyrirætlun ; en hjer
mæta oss brátt aðrir örðugleikar.

Bins og kunnugt er, hafa menn enn eigi fundið
nein ráð til að stýra loptförum, og því gæti
auðveld-lega svo farið, að vjer í stað þess að berast til
tunglsins, bærumst út í hinn endalausa geim ; og ef
svo færi, mundum vjer að lokum berast svo langt,
að vor eigin jörð hyrfi sjónum vorum, en vjer næðum
aldrei til tunglsins. |>ótt vjer kynnum að stýra
loptfari voru, mundum vjer þegar vera í miklum
vafa um, í hvaða átt vjer ættum að stefna, til þess
að vera vissir um að komast til tunglsins. Jörðin,
sem vjer förum frá, er eins hvikul og ströndin, sem
vjer ætlum að ná. Jörðin flýgur gegnum rúmið með

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0011.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free