- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
8

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

margfalt meiri hraða en fallbyssukúla, því hún fer
350 þúsundir mílna á dag; og á þessari fleygiferð
fylgir tunglið henni sem dyggur förunautur, og
dansar í sífellu í kringum hana með breytilegum
hraða. Jörðin er ár á leiðinni umhverfis sólina
eptir hinni víðu hringbraut sinni; en á þeim tíma
fer tunglið tólf sinnum umhverfis jörðina, svo að hin
sama braut tunglsins líkist marglykkjuðum streng,
sem er vafinn þannig upp, að hann á þúsundum ára
vefst eigi aptur ofan á hinn fyrri vafning.

Þetta er eigi hin eina hindrun, sem vjer verðum
að yfirstíga; annari miklu meiri mætum vjer, þar
sem er þyngdin eða aðdráttaröfl jarðarinnar og
tunglsins. Aðdráttarafl jarðarinnar heldur hörðum
höndum um allt það, sem er eign hennar, og leyfir
ekki loptförunum að fara langt frá yfirborði hennar.
Þótt vjer gætum rifið oss undan yfirráðum
jarðarinnar, og siglt leiðar vorrar á loptfarinu, — en til þess
eru engar líkur, — mundi aðdráttarafl tunglsins brátt
taka við, og því er eins varið: það sleppir ekki
heldur, því sem það hefir einu sinni komizt yfir,
annaðhvort með rjettu eða röngu. Með þessu
aðdráttarafli myndi tunglið eigi að eins draga loptfar vort að
sjer, þegar það er komið nógu nærri, heldur hripsa
það svo hraparlega til sín, að bæði farið og vjer
mundum myljast á hinn aumkunarlegasta hátt, svo
að ferðin yrði árangurslaus, þó að allt hefði áður
gengið slysalaust.

En með hverju eigum vjer að fylla
loptfarsbelginn? Sjálfsagt með einhverri lopttegund, sem er
þynnri og ljettari en sú, er vjer ætlum að sigla um.
En þegar dregur 3 mílur frá jörðinni, er loptið orðið
svo þunnt, að hið svo kallaða loptlausa rúm, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free