- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
9

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

vjer getum framleitt með loptdælnm vorum, máheita
þjett í samanburði við það. |>egar lengra dregur,
hverfur loptið gjörsamlega, og um leið eru allar
lopt-siglingar ómögulegar.

Vjer sjáum að loptfarið getur heldur eigi
hjálp-að oss til komast burt af jörðinni. Ef vjer eigum
að geta slitið það band, sem bindur oss við hnött
vorn, verðum vjer að framleiða eitthvert afl, sem
hrindi oss svo hart frá jörðinni, að vjer slengjumstút
fyrir aðdráttarafl hennar og alla leið til tunglsins.
Afl þetta yrði að vera svo mikið, að það gæti hrundið
fari voru 41000 fet áfiam á fyrstu sekúndunni. |>essi
ógurlegi hraði er 30 sinnum meiri en fallbyssukúla,
þegar him ríður af byssunni. Magnús mikilláti einn
mundi hafa haft hug til að ferðast á
fallbyssu-kúlu, en mjer er nær að halda, að jafnvel hann
mundi hafa kynokað sjer við, að stíga á far, sem
færi 30 sinnum harðara, og sem efalaust mundi
þegar í stað myljast af þrýstingunni. Hvernig
mundi lungum vorum líða í loptlausu rúmi? — Vjer
gætum ef til vill flutt með oss forða í stórum
ílát-um.—f>að mundi fara mikið fyrir þeim, því þau yrðu
að getu rúmað svo mikið lopt, sem vjer þyrftum
til andanar alla leiðina. En þótt oss treindist nestið
alla leið til Lunglsins, værum vjer jafnnær er þaugað
kæmi, því að þar er til allrar óhamingju ekkert lopt
heldur, að minnsta kosti ekki það lopt, sem lagað er
fyrir mannleg lungu.

Vjer sjáum af öllu því, sem þegar er sagt, að oss
er bezt að halda fyrst um sinn kyrru fyrir hjer á
jörðinni, og láta oss nægja að virða tunglið fyrir oss
í fjarska, ekki méð ferðalöngun, því að aldrei mun

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free