- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
11

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sólin skín á mikinn hluta af yfirborði tunglsins, og það
varpar aptur daufum bjarma niður á hinn dimma hluta
jarðarinnar. A leið vorri gegnum geiminn lýsir oss
eigi að eins sólarljós, heldur einnig tunglsljós og
jarðljós. Vjer sjáum, að jörðin kastar frá sjer
sól-argeislunum eins og tunglið, og ber birtu út í
geim-inn. |>eim meginn jarðarinnar, sem nótt er, svífur
einkennilegt ljós yfir jöklunum og snædyngjunum út
við heimskautin. Ljós þetta bregður sífellt litum og
lögun, og bálast stunduin undarlega upp. |>etta er
það, sem á jörðinni er kallað norðurljós, og sem
rist-ir þær eldrúnir á himininn um nætur, sem vísindin
hafa eigi enn megnað að þýða, þrátt fyrir allar
til-raunir, sem til þess hafa verið gjörðar. |>ar sem
vjer erum nú staddir milli jarðarinnar og
tungls-ins gefst oss án efa kostur á að skoða margt
skemmti-legt, sern mundi vekja undrun og gleði hjá
náttúru-fræðingunum á jörðinni; en vjer höfum ekki tíma til
þess, vjer verðum að halda áfram.

Við hverjar þúsund mllur, sem far vort flytur
oss út í geiminn, sjáum vjer hversu jörðin fer sífellt
minnkandi en tunglið stækkandi. f>að líður ekki á
löngu áður en jörðin lítur út eins og himinhnöttur,
og væri nokkur skáldmæltur í förinni, mundum
vjer að öllum líkum brátt heyra hann frá sjer numinn
yrkja kvæði til hinnar nýju og undurfögru stjörnu,
sem svífur á bylgjum ljósvakans. |>ví meir sem vjer
fjarlægjumst jörðina, því fegurri verður hún, og því
meir líkist hún hinum öðrum íbúum himingeimsins ;
og þegar vjer erum komnir á miðja leið til tunglsins,
er hún á að sjá sem stórt tungl, tíu sinnum breiðara
en sólin.

Hjer ætlum vjer að gjöra ofurlitla skrítna til-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free