- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
14

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

þegar eru 5 þús. mílurnar, sem eptir voru, á enda,
og vjer komnir alla leið til tunglsins.

Nú náum vjer niðri á tunglinu og litumst um.
Allt í kringnm oss er fjöllótt eyðimörk, en hvergi
sjáum vjer minnstu mannvirki. Ef vjer vildum nú
láta til vor heyra, til þess að kalla til vor ef unnt
væri einhvern tunglbúa, þá verðum vjer þéss varir
með skelfingu, að vjer getum ekki heyrt vor eigin
orð. Við nákvæmari rannsókn verðum vjer þess
varir, að vjer erum öldungis heyrnarlausir, en vjer
skiljum einnig fljótt, hvað því veldur. Orsökin er sú,
að umhverfis tunglið er ekkert gufuhvolf, eins og
um-hverfis jörðina, að minnsta kosti er loptið þar
ákaf-lega þunnt. A tunglinu geta því engar hljóðöldur
myndast, sem slái á hljóðhimnuna í eyranu, og verði
þannig heyranlegar. En sje ekkert eða því nær
ekk-ert lopt á tunglinu, getur ekki heldur neitt vatn verið
þar; því í loptlaugu rúmi gufar vatnið gjörsamlega
upp. En sje þar ekkert vatn, er ekki að undra,
þótt þar sjeu alls engin fljótandi efni — allt er þar
þurrt. Vjer munum því án efa þykjast mjög
blekkt-ir, ef vjer höfum áður gjört öss vísar vonir um, að á
tunglinu væri í alla staði unaðslegt að lifa.

En eru þá engar skynsemi gæddar verur á
tunglinu, sem vjer getum átt saman við að sælda,
og sem geti leiðbeint oss, meðan vjer dveljum þar?
|>að er ekki óhugsandi; en þótt vjer hittum þær,
mundum vjér vart hafa rnikinn unað af þeim. Ekki
getum vjer talað við þær; því þar sem ekker.t lopt
ér, er heldur ekkert hljóð, og fyrst svo er ástatt, eru
tunglbúar að öllum líkum eyrnalausir, og þess vegna
kæmi oss það að engu haldi, þótt vjer hefðum flutt
með oss lopt frá jörðinni. Ekki geta tunglbúar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free