- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
15

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

heldur fundið lykt, þar eð lykt finnst eigi nema að
því, sem loptkennt er. f>ar eð enginn vökvi er á
tunglinu, er það víst, að tunglhúar finna ekki heldur
bragð að nokkru; því bragð finnst að eins af fljótandi
hlutum. |>ar sem enginn vökvi er, eru ekki heldur
nein bragðfæri. Hafi tunglbúar engin bragðfæri, eru
þcir tungulausir; og hafi þeir ekkert lopt til andana>
eru þeir náttúrlega lungnalausir. Sje enginn vökvi.
er ekkert blóð, og sjeu tunglbúar blóðlausir, eru þeir
að öllum líkum hjartalausir. En sjeu þeir
eyrna-lausir, neflausir, tuugulausir, lungnalausir,
brjóst-lausir, blóðlausir og hjartalausir, þá eru þeir ekki
menn, nje neinar verur, sem vjer getum haft gaman
af. Yjer verðum því. að láta tunglbúa eiga sig, og
reyna sjálfir að stytta oss stundir, meðan vjer
stönd-um við.

Fyrst skulum vjer stuttlega íhuga, hvaða líkur
sjeu til, að vjer hittum lifandi verur á tunglinu. Frá
heimspekilegu sjónarmiði er það mjög sennilegt,
að jörðin sje eigi hinn eini hnöttur, af hinum
mikla hnattagrúa í himingeimnum, sem geti
fram-leitt jurtir og dýr. Hví skyldi eilífur dauði og þögn
ríkja í þessum óteljandi heimum ? Hví skyldu öll
hin miklu náttúruöfl, sem verka engu síður á þessa
hnetti en jörðina, vera áhrifalaus? Hvert sem vjcr
rennum huganum, verður hvergi fyrir oss
óskapnað-ur, ekkert, sem ekki fylgi ákveðnum lögum, og hafi
sína þýðingu, allt er samsvarandi heild og hvervetna
hreyfist hið margbreyttasta lífsafl. Flettum vjer upp
fyrstu kapítulunum í sögu jarðarinnar, sjáum vjer,
að þessi jörð vor, þar sem nú er svo mikið og margs
konar líf, hefir ekki ávallt verið, eða getað verið
að-setur lífsins. Fyrir þann tíma, sem hinn fyrsti hfs-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free