- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
24

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

við lítið átak og steypast niður eptir brattanum; en
ekkert hark heyrist, þegar þau velta niður, ekkert
bergmál kveður við í hömrunum. Dauðaþögn
drottn-ar á tunglinu. f>ótt skotið væri af þúsund
fallbyss-um, og þúsund bumbur barðar, mundi oss eigi berast
hinn minnsti ómur til eyrna. Varir gætu bærzt og
tungur reynt að tala, en þær mundu eigi megna að
rjúfa hina eilífu þögn

Auk sólarinnar og þeirra þúsunda stjarna, sem
skína á hinum svarta himni, er þar enn þá einn
einkennilegur hnöttur. Værum vjer ekki sjálfir
staddir á tunglinu, mundum vjer álíta, cð það væri
tunglið sjálft. |>egar morgnaði, sáum vjer þenna
hnött, sem hkist svo mjög tungli, yfir höfðum
vor-um, og var hann þá að sjá sem hálft tungl. Svo
leið fram undir hádegi, og hann var ávallt kyr á
sama stað, en minnkaði æ meir og meir, eptir því
sem sólin hækkaði á lopti. Nú er sólin komin í nánd
við hann, og hann myndar að eins mjóa Ijósrönd,
nauðalíka nýju tungli, þegar vjer sjáum það
ákveld-um frá jörðinni á vesturlopti. Hvaða óþekktur
hnött-ur er þá þetta? Höfum vjér aldrei sjeð hann frá
jörðinni ?— f>að er jörðin sjálf. Meðan vjer vorum
á jörðinni, skoðuðum vjer tunglið sem þjón
jarðar-innar, sem væri skapað að eins til að lýsa henni um
nætur. Hversu hlægilegur hjegómaskapur var það
eigi! Hjer á tunglinu sjáum vjer, að vor drambláta
jörð er nú eigi orðið annað en tungl tunglsins.

Skuggarnir styttast, en 29 sinnum hægar en á
jörðinni, þangað til sólin er komin hæst á lopt. f>á
mun vera hádegi á tunglinu. Nú gryllir að eins f
jörðina sem örmjóa ljósrönd, og eptir nokkrar
stund-ir sjáum vjer hinn dimma líkama jarðarinn-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free