- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
27

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

eptir því sem lengra líður á nóttina, vex hún, og um
miðnætti er hún í fyllingu. f>á er full jörð frá
tunglinu að sjá. f>egar líður undir morguninn, fer
hún aptur minnkandi, og við sólaruppkomu er hún
éins og tungl á síðasta kvartili. Jörðin snýst li
sinnum um ás sinn yfir nóttina, og fjórtán
sinn-um vita þvf allir staðir á yfirborði hennar að
oss, bæði höf, meginlönd og eyjar. Frá tunglinu
virðist jörðin standa hjer um kyr á sama stað allan
sólarhringinn, og yfir höfuð hve nær sem er. Vjer
sem stöndum á miðju hveli tunglsins, sjáum jörðina
ætíð yfir höfðum vorum ; en stæðum vjer á jöðrum
þess, sæjum vjer hann við sjóndeildarbuginn;
stæð-um vjer einhverstaðar milli miðju og jaðars þess,
sæjum vjer jörðina því hærra á lopti, sem vjer
vær-um nær miðpunktinum. Sólin , reikistjörnurnar
og allar aðrar stjörnur koma upp og ganga undir
fjórtánda hvern dag; jörðin ein er óbifanleg; hún
kemur hvorki upp, nje gengur undir.

Eins og jarðbúar miða skiptingu ársins í mánuði
og vikur við tunglið, eins er ágætt að miða
tíma-tal á tunglinu við jörðina. |>að væri hagkvæmt
að skipta hinum langa degi í fernt, eptir því,
hvort hún er öll björt, á fyrsta eða síðasta
kvart-ili, eða þá öll ósýnileg. Eptir hinum stóru blettum
á jörðinni, sem hverfa og koma í ljós á vissum tímum
sökum snúnings hennar, mætti gjöra aðra smærri
skiptingu, svo á tunglinu getur jarðskífan þannig
verið hin hentugasta og hagkvæmasta klukka, sem
hægt er að óska sjer.

Vjer skulum nú virða jörðina nokkru betur fyrir
oss. Sjálfsagt gætum vjer sagt landfræðingunum á
jörðinni margt um heimskautalöndin, og um upplendi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free