- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
28

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Afríku og Astralíu. Hjer ofan að hefði verið hægt
að finna Ameríku löngu á undan Kolumbus og
Astra-líu löngu á undan Cook; hver heilskygn maður sjer
þessar álfur hjer um bil 30 sinnum á hverjum
mán-uði hjéðan. Hin feykilegu flóð, sem efalaust hafa
opt gengið yfir jörðina, hafa menn getað skoðað
hjeðan eins rólega og menn geta enn horft á
her-göngur vorar og ósköpin, sem ganga á í orustunum.
Hjer væri ef til vill hægt að búa til rjettari uppdrátt
yfir jörðina en hægt er þar heima, þrátt fyrir allar
rannsóknir og kannanir. |>að mundi koma flatt
upp á oss, ef vjer fyndum hjer nákvæma uppdrætti
yfir heimskautalöndin eða upplendi Afríku.

Vjer höfum haft góðan sjónauka með oss; nú
skulum vjer beina honum að jörðinni. Vjer sjáum
að skýin og þokurnar í lopti jarðarinnar hylja víða
stór flæmi af yfirborði hennar fyrir augum vorum.
Sjónauki vor stækkar 1200 sinnum og með honum
heppnast oss að koma auga á París, London, Vín,
Berlín, Pjetursborg, Kaupmannahöfn og Kristjaníu ;
þær eru enn þar sem þær áður voru. Vjer getum
einnig sjeð miðlungi stórar borgir; reyndar eru þær
að eins sem svartir dílar að sjá. Vatn og þurlendi,
fjöll og dali getum vjer Ijóslega greint í sundur.
Höfin eru á að sjá sem blágrænir fletir, er
megin-löndin synda á eins og mislitar eyjar. Stórfljótin
sjáum vjer greinilega, og vjer sjáum jafnvel
þjóð-vegina sem örmjóa þræði, ef vjer gætum vel að.
f>að er fögur sjón að horfa þannig yflr alla jörðiua
og sjá heimskautalöndin með skínandi jöklum, og
hin sólsælu lönd við miðjarðarlínuna skiptast á.
Jörðin snýst, Evrópa hverfur oss, en Amerika og
borgafans hennar og járnbrautanet koma í ljós. Enn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free