- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
30

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

læga. Bngin þoka dregur úr útsýninu, ekkert ský
hylur hina síheiðu himinhvelfingu.

Yjer sjáum að líður á nóttina á því, að einstök
stjörnumerki koma upp í austri, en önnur ganga
undir í vestri, en enn þá ljósar sjáum sjer það á
því, að jörðin fer minnkandi. Vjer sjáum hana
snúast 7 sinnum um sjálfa sig, frá því að hún var
í fyllingu og þangað til hún er orðin sem hálft tungl.
Af dimma helmingi hennar leggur daufan bjarma;
það er endurskin af því Ijósi, sem tunglið kastar
á hana.

Hinn ógurlegi hiti, sem tunglið dregur að sjer
yfir hinn langa dag, hverfur skyndilega aptur þegar
náttar, því að enginn loptfeldur heldur hitanum að
tunglinu eins og jörðinni. |>að er því ógurlega kalt
á tunghnu um hinar löngu nætur. Kvikasilfrið í
hitamæli vorum er frosið, því kuldinn er orðinn
miklu meira en 32 stig, og samt erháa fjallsgnýpan,
sem vjer stöndum á, öldungis öríst, þótt ólíklegt
sje.

Nú er jörðin orðin sém hálftungl í lögun og
morguninn í nánd. Efsta rönd sólskífunnar rfs
aptur upp fyrir sjóndeildarhringinn í austri, og þegar
birtir á fjallatindunum ; nýr dagur rennur upp,
dag-ur, sem er að öllu eins og sá næst á nndan, og allir
þeir sem á eptir fylgja. Hjer á tunglinu er alls
eng-inn munur á árstíðum, dagur og nótt eru ætíð
jafn-löng; hver sólarhringurinn líður eptir annan í
ógur-legu eilífu tilbreytingaleysi.

|>að mundi vera árangurslítið fyrir oss, að dvelja
hjer lengur. Vjer búumst því til burtferðar, en
ekki ætlum vjer að gleyma að geta þess, að vjer
verðum alls eigi varir við að tunglið hreyfist; og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free