- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
33

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

daga, og sem jeg hefi átt kost á að rannsaka lítið
eitt. Jeg skal uppfylla þessa ósk yðar, en jeg verð
að vera fáorður, því nú er þegar komin 220. stund
þessa dags, mörg mikilvæg málefni þarf enn að leiða
til lykta á þessum fundi, og margir yðar, sem eigið
heima hinu megin á hnettinum, þar sem næturnar
eru niðdimmar, óskið sjálfsagt að ná heim
fyrirsólar-lag. Jeg ætla því eigi að minnast á ferðirnar fram
og aptur, heldur drepa að eins á veru mína á
fyr-nefndum hnetti; þó skal jeg geta þess, að mjer varð
miklu örðugra að komast hingað aptur, heldur en
hjeðan og þangað. Jörðin hripsar að sjer allt, sem
hún nær í, og heldur því föstu með slíku ógnarafli,
að það er ekki berandi saman við hið mikla
að-dráttarafi á vorum hnetti. f>essi ákafi aðdráttur
jarðarinnar stendur ef til vill í einhverju sambandi
við hina miklu ákefð, sem einnig mörgum af íbúum
hennar er eiginleg, til að hrifsa að sjer alla hluti, í
þeim tilgangi, að sleppa þeim aldrei aptur.

Bkki get jeg hrósað því, að mjer fjelli vel á
jörðinni. Fyrst og fremst kunni jeg illa við, hversu
allar hreyfingar voru hægar og stirðlegar; margar
hreyfingar, sem hjer eru auðveldar og hættulausar,
eru þar öldungis ómögulegar. Smá stökk, eins og
þau, sem vjer stökkvum hjer dögum optar, mundu
þar draga til dauða, svo snögg og snörp er
þrýsting-in til jarðarinnar. Væri þessu eigi þannig varið,
hlyti það að vera mjög auðvelt að ferðast um allar
álfur jarðarinnar eptir vild sinni og það á skömmum
tíma; því hvorki er jarðvegurinn mjög harður, nje
með miklum mishæðum. Fjöllin eru strjál, og þótt
ýms þeirra sjeu eins há og vor fjöll, eru þau alls

3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free