- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
40

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hefði sent þeim; þeir þóttust vita, að steinar þessir
hefðu spýtzt upp úr «eldfjöllunum» á tunglinu og
flogið alla leið niður til þeirra. Jeg bað þá að
út-skýra mjer þetta betur, því jeg vissi ekki, hvað þeir
áttu við, og fjekk jeg að vita, að eldfjöll eru fjöll
með opum upp úr, sem við og við spýtast úr
ýmis-konar glóandi efni, og þar á méðal einnig stórir
steinar, og þéir fullhermdu, að þeir hefðu sjeð slík
eldfjöll á tunglinu. Jeg ljet þá sýna mjer eitt af
þeim, og hversu undrunarfullur varð jeg ekki, þegar
þeir bentu mjer einmitt á hringfjallið, sem vjer
stönd-um nú á! J>eir kalla það Kóperníkus, eptir einum
af stjörnufræðingum sínum, sem fullhermdi, að hann
hefði sjeð sjálf gosin. Jeg gat nú ekki stillt mig um
að segja þeim að þetta land er svo kyrt og friðsamt,
að vart finnst annað eins á jörðunni. |>að sem þeir
hafa sjeð hefur líklega ekki verið annað en hið sterka
géislabrot sólarljóssins eða jarðljóssins á hinum háu
og hvelfdu hlíðum hringfjallsins; og þannig er því
líklega varið með hin önnur eldfjöll, sem sjezt hafa á
vorum hnetti að sögn þeirra. A seinni árum hafa
þeir getið líklegar til um uppruna þessara
himin-föllnu steina, sem þeir néfna «meteórsteina».

Einkennileg er hin mikla hvíta umhverfis
heim-skaut jarðarinnar, og í hvert skipti, sem oss auðnast
að sjá gegnum hið þykka loptslag, sem er utan um
jörðina, sjáurn vjer að hún vex og minnkar sífellt
við heimskautin á víxl. |>etta þékkið þjer allir, og
þjer getið nú loksins skilið, hvernig á því stendur, af
því, sem jeg hef þegar sagt um hið hvíta og
fys-kennda efni, sem kyngir niður á jörðina. A hinum
kalda tíma ársins liggur þetta efni þar sem það er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free