- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
41

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

komið og nýtt og nýtt bætist við, en jafnskjótt og
hlýnar uppleysist það og hverfur gjörsamlega.

Litbrigði þau, sem þjer hafið tekið eptir víðast
hvar á jörðinni, eru og af sömu rótum runnin; það
er mismunur árstíða, setn þeim veldur.
Jarðvegur-inn framleiðir margt á hinum hlýja tíma ársins, en
það deyr út þegar kólnar.

Hinir heiðruðu stjörnufræðingar, semhjer eru
saman komnir, segja, að þeir hafi stundum tekið
eptir skínandi björtum blettum hjer og hvar á
jörð-unni, sem hafi bliknað brátt aptur og horfið;
sum-staðar hafi þeir sjeð þetta að eins einu sinni, en
sumstaðar hvað eptir annað. Jeg get nú einnig
frætt yður um þetta. Tvær mjög ólíkar aðal-orsakir
eru til þess. Onnur þeirra er eldfjöllin, sem áður
var áminnzt, og sem oss gefst fyrst kostur á að
þekkja á jörðunni. Jafnskjótt sem eldinn leggur upp
í loptið, bálast hann upp með óvenjulega sterkum
blossa, og stundum brjótast þessir blossar fram með
slíkum ógnar-hraða úr opum ýmissa eldfjalla, að
jafnvel jarðbúar skelfast, þótt þeir sjeu þessu vanir.
Stundum líður langt á milli þess að þetta endurtekst.
Hins vegar eru sumir ljósblettirnir, sem vjer höfum
sjeð, reyndar líka framkomnir af logum, en þeir logar
koma eigi innan að úr fjöllunum. Bldurinn er mjög
hættulegur á jörðunni, og því verður að fara mjög
varlega með hann; snerti hann vissahluti, les hann
sig um þá, og eyðileggur á skömmum tíma allt sem
fyrir verður; hann veldur opt miklu tjóni, en
eink-um, þegar hann les sig um hina byrgðu bústaði þeirra.

f>jer sjáið af þessu, að á jörðinni er mörg
lífs-hættan, sem vjer höfum ekkert af að segja,
og getum varla gjört oss hugmynd um. Jeg gæti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free