- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
249

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

249

skýrsla, sem enn er til um hverakerfi þetta i heild sinni.
Lottin mæidi einnig hita i Laugarneslaug og ritaði ýmsar
hug-leiðingar urn hveragos. Þá athugaði hann einnig norðurljós,
mældi sólskinshita á Þingvöllum, hita i ám og vötnum, i
brennisteinspyttum i Krísuvik og i Surtshelli. Hitaathuganir
Robert’s á Snæfellsjökii og Lottin’s á Heklu eru þar einnig
prentaðar og svo ágrip af veðurathugunum Jóns Thorsteinssen
landlæknis i Reykjavik og nokkrar athuganir Lottin’s urn flóð
og fjöru. í.ottin ákvað einnig breiddarstig Reykjavíkur,
Ping-valla og Geysis og mældi sömuleiðis hæð nokkurra staða yfir
sævarflöt.1 Lottin hefir verið mjög ötull maður, hann hefir
notað timann vel og jók rit hans þekkinguna allmikið i
ýms-um greinum.

Bók Eugéne Robert’s um jarðfræði Islands er allstórt rit
og er hér eigi hægt aó skýra nákvæmlega frá efninu, enda er
það nokkuð sundurlaust. Að öllu samtöldu evkur rit þetta
þekkinguna á jarðfræði Islands töluvert frá því er áður var,
rit Sveins Pálssonar, sem komast að sumu leyti lengra, komu
ekki út á prent og verða þvi eigi höfð til samanburðar. Bók
Robert’s er nokkurskonar jarðfræðisferðasaga, höf. skrásetur
athuganir sinar i sömu röð einsog hann skoðaói staðina á
ferðalaginu, en þar er engin samanhangandi jarðfræóislýsing
alls landsins sem varla heldur var von eptir stigi
þekkingar-innar i þá daga. Nágrenni Reykjavíkur Iýsir Róbert fyrstur
manna nákvæmlega, hann finnur móhellumyndanir með
skelj-um í Fossvogi og lýsir dólerítinu itarlega og athugar
hraun-skorpur þess og blöðrurákir, en hann segir aó það muni »án
efa vera langelzta gosgrjótsmyndun á Islandi«. Hér á ekki
við að telja hinar einstöku jarðfræðisathuganir Robert’s, hann
lýsir fvrst fjöllum við Faxaflóa, á Snæfellsnesi og við
Breiða-fjörð, þáýmsum stöðum vió Húnaflóa og i Borgarfirði. Um Geysi

’) Hæðirnar eru þessar: Skólavarða 36.7 meter, Þingvallavatn 84.6
m., Geysir 152 m. yfir sjó. Hæð Myvatns reiknast honum eptir
athug-unum Robert’s 269 m. yfir sjó, en þar munar yfir 20 m. sem vonlegt
er. þegar reiknað var eptir athugunum á jafn fjarlægum stöðum einsog
Reykjavík og Reykjahlíð. Meðalhæð vestri barms Alrnannagjár var
eptir mælingu Lottins 25 m.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free