- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
252

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

252

en úrskurðar, að þau útgjöld, sem fari fram yfir vexti, séu
borguð úr ríkissjóði.1

Mælingarnar munu þó ekki hafa byrjað fyrr en næsta ár,
þá semur Rentukammerið (28. júlí 1801) reglur fvrir þá tvo
foringja, sem sendir voru. Þessum reglum áttu þeir að fylgja
þangað til búið væri að gefa út nákvæmt erindisbréf. Þeir
eiga að velja mælingarstaði, reisa merki, byrja að mæla
þri-hyrningahorn, ákveða hádegislínu og mæla hina fyrstu
aðal-grunnlínu tvisvar með stöngum; grunnlínan átti að vera 1—2
milur á lengd og ef ekki væri hægt að mæla hana á landi,
átti að mæla hana við ströndu um vetur á ísi. Jafnframt óskar
stjórnardeildin, að gjörður sé nákvæmur afstöðuuppdráttur af
Revkjavikurkaupstað.2

Ole Ohlsen, sem í fyrstu var fyrir mælingunum, var
norskur bóndasonur úr Þelamörku fæddur 23. marz 1769.
hann hafði numið hernaðariþrótt við hernaðarskólann í
Kristíaníu og var undirkennari við skóla þenna og lautenant
i fótgönguliðsflokki Þelamerkur, þegar hann tók að sér
mæl-ingarstörf þessi. Eptir að Ohisen hætti mælingum á Islandi,
fékkst hann við mælingar í Noregi, hann varð kapteinn 1807.
major og riddari 1809: Ohlsen andaðist 18. júní 1814. Ohlsen
var duglegur maður og vel menntaður og ávannst allmikið
þó hann væri ekki iengi við mælingarnar og þær i bvrjun.
Félagi Ohlsen’s hét Ole Mentzen Aanum, hann var lika
liós-foringi og fara af honum litlar sögur, hann var mjög stutt við
mælingarnar og mun af ýmsum ástæðum heldur hafa verið
liðléttingur. Þeir félagar komu til Reykjavikur 29. sept. 1801
og fengu herbergi til ibúðar i hegningarhúsinu, annað var eigi

’) Lovsamling for Island VI. bls. 439—443.

2) Lovsamling for Island VI. bls. 520. Um strandmælingar þessar
hefir ekkert verið skrifað áður og hefir það því verið mjög mikil
tíma-töf og fyrirhöfn að grafast eptir því sem hér er skráð. Nærri allan
þenna kafla hefi eg lesið saman úr skjölum og bréfum í
ríkisskjala-safninu danska (Rigsarkivet); allmikið af útreikningum við mælingarnar
og nokkur bréf eru í hdrs. Bókmf. í Krnh. og í sjókortasafninu
(Sökort-arkivet). ennfremur eru nokkur stjórnarbréf prentuð í >Lovsamling for
Island<.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free