- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
260

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

260

síra Páll Björnsson í Selárdal einsog má sjá á annál Halldórs
Þorbergssonar1); þar segir svo: »1650. Það bar til vestur í
Selárdal, að maður nokkur vanrækti kirkju á helgum dögum
þá prédikað var, en lagðist 1 tóbaksdrykkju um
embættistím-ann, var hann þar um áminntur af presti, en hann gengdi
því ei og hélt fram sama hætti; en svo bar til einn
sunnu-dag, aö hann var enn að drekka tóbak og gekk svo út og
upp á kirkjuveginn, var þá lítið eptir af prédikun, sofnaði
svo strax og vaknaði aldrei þaðan af, lá svo dauður þegar
út var gengið«.

11., bls. 193. Alexander Bugge telur ásmundarjárn
(osemund) sama sem sænskt járn (Tímarit Bókmf. XVIII.,
1897, bls. 185), en Páll Vídalín segir, að ásmundarjárn sé
það járn, sem fyrst rennur í hellu úr abli rauðasmiðjunnar
(Fornyrði lögbókar, bls. 97), og þykir mér það liklegra.

11., bls. 216—222. Af ritum, er ísland snerta, frá 17.
öld höfum vér síðar séð nokkur fleiri en áður voru nefnd
og getum hér hinna helztu. Chr. Beitherus getur Islands
1664 í pésa um Norðurlönd2) og talar um Heklugos mikið,
er þá hafi orðið fyrir þrem árum3), en þar er blandað
mál-um, hér er auósjáanlega átt við Kötlugosið 1660. Höf. segir,
að askan hafi flogið meira en hundrað milur; Henricus Jani,
velmetinn borgari í Kaupmannahöfn, var 1660 á siglingu
sunn-an við Færeyjar á leið til Danmerkur, þá varð hann þess
allt í einu var á miðri nóttu, að seglin, þilfarið og mennirnir
sjálfir lituðust af svertu eða þéttu sóti. Rutger Hermannides
gaf út stóra bók um Danmörk og Noreg 16694) og getur þar

’) Hdrs. J. S. nr. 313, 4°, bls. 113. Sbr. annál Gunnlaugs
Þor-steinssonar Hdrs. J. S. nr. 137, 4°, bls. 16. Ólafur Daviðsson:
Tóbaks-nautn á íslandi að fornu (Eimreiðin IV., 1898. bls. 124—135).

*) Chr. Reitherus: Dissertatio historico-geographica de orbe
septen-trionali. Hafniæ 1664, 4° (28 bls.).

3) »Ut observavi ex literis venerandi Dni M. Brunoldi ad Geslaum
Vigfusium studiosum Islandum in Anglia peregrinantem*, s. st. bls. 14.

4) Rutgeri Hermannidœ Regnorum Daniæ et Norvegiæ historica et

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0272.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free