- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
174

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

174

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 174

Skúli mátti eigi kallast lærður maður, en liann unni
lær-dómi og listum og mat mikils þá menn, er báru af öðrum í
þeim efnum. Er það eitt meðal annars er bendir til þess, hve
mikill menntavinur hann var, að hann átti rúm 1300 bindi af bókum
ýmislegs efnis og á ýmsum tungumálum, og má það mikið kalla.
Sálargáfur hafði hann miklar og góðar og aíiaði sér með aldrinum
allmikillar þekkingar í ýmsum greinum, eptir því sem honum
gáfust föng á í hinu annamikla og erviðissama lífi sínu. í
lög-um var hann einkar vel að sér1 og bar gott skyn á
stjórnarmál-efni. Hafði hann aflað sér þekkingar sinnar á báðum þeim
grein-um meira af reynzlu en lestri, enda hafði hanu framar öllum
íslendingum á þeim timum, að Jóni Eiríkssyni einum
undan-teknum, haft tækifæri til að kynnast og eiga tal við ýmsa menn,
er í þeim greinum báru af öðrum bæði að reynzlu og þekkingu.
Vil jeg hér til nefna greifana Moltke, Tbott og Keventlow, er
allir höfðu skipað æðsta sæti í stjórnarráði konungs. Jóni
Eiríks-syni, er einnig var meðlimur stjórnarráðsins, var og við brugðið
fyrir þekkingu sína á þeim efnum, en þess er áður getið að þeir
Skúli og hann voru aldavinir. Skúli lagði stund á þessi fræði
meir vegna þess, að staða hans og störf útheimtu það, heldur
en af því, að hugur hans og hjarta hneigðust að þeim. |>ótt
mörgum kunni undarlegt að virðast, var hann mest gefinn fyrir
að lesa guðfræðisbækur, einkum trúfræðislegar, og er það mál
allra þeirra, er ritað hafa um hann, að hann hafi verið maður

Skúla látinn voru seld þessi klæði: 1 gulur alfatnaður, 1 svartur,
1 grár og 1 hárauður; 1 grænt klæðisvesti og eitt með rauðum
ísaumi; 1 frakki; 1 rauðar buxur; 1 skinnhempa; 1 hvítir
silki-sokkar og 1 svartir; 6 hárgerfi og 3 hárpungar. Af þessari skrá
má ráða, að Skúli hefur verið allvel fataður.

1 Skúli var framúrskarandi duglegur málaflutningsmaður og hefur
máske enginn af samtíðarmönnum hans verið honum lögkænni,
nema ef vera skyldi Bjarni sj’slumaður Halldórsson, en Bjarni var
um leið refjahundur hinn mesti. Sóknar- og varnarskjöl Skúla eru
opt mætavel úr garði gerð og sannanir hans bæði skarpvitrar og
um leið ljósar. Eyðir hann opt með nokkrum vel völdum orðum
sakaráburði eða varnaratriðum, er mótstöðumenn hans með
mikl-um fjölda orða og ærinni fyrirhöfn hafa fengið tildrað upp. það
eitt er þó við þau að athuga, að tilfinningar hans á stundum hlaupa
með hann í gönur, og áður maður veit hótið af lætur hann hinar
fúlustu skammir dynja yfir mótstöðumennina.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0184.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free