- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
286

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

286

TJM STURLUNGU.

ustu áratugum 13. aldarinnar. Enn þetta munum vjer sjá betur
í þeim kafia, sem bjer fer á eftir.

II. »Miðsagan«.

Jeg hef hjer að framan oft minzt á þessa Guðmundar sögu,
sem stendur í skinnbókinni 657 C 4° í safni Árna. Handritið
er að dómi Guðbrands Vigfússonar skrifað um 1350. Hann hefur
sýnt, að sagan í þeirri mynd, sem hún hefur þar, muni þó vera
nokkuð eldri, líklega frá árinu 1319 eða 1320, og leiðir að því
sennileg rök.1 Líkur eru til, að hún sje samsett norður í [-]?ing-eyjarþingi,-] {+]?ing-
eyjarþingi,+} eins og Guðbr. Vigfússon hefur bent á, og að
höf-undurinn hafi verið af ætt Guðmundar biskups þar nyrðra.
Guð-brandur heldur, að hún sje samsett eftir þessum frumritum:
1) Prestsögu Guðmuudar (eftir Lambkár). 2) Hrafns sögu.
3) Sturlungu. Ef vjer berum söguna saman við Guðmundar
sögu í Resensbók, sjest, að þetta er ekki með öllu rjett. í
þætt-inum um prestsögu Guðmundar hef jeg sýnt, að Resensbók og
»miðsagan« hljóta að hafa haft fyrir sjer eitt sameiginlegt
frum-rit, þar sem þær segja frá utanferð þeirra Guðmundar
biskups-efnis og Hrafns. Báðar sögurnar fylgja hjer Hrafns sögu, þó
þannig, að »miðsagan« er nákvæmari, enn Resensbók breytir sumu
í frásögn Hrafns sögu af ásettu ráði og sleppir sumu, sem
;>miðsagan« hefur. Frumrit beggja hefur því hjer vafalaust
verið samhljóða »miðsögunni«. Á þessu sjest, að hvorug
sagan hefur hjer ausið beinlínis úr Hrafns sögu, heldur liggur
hjer til grundvallar eldri Guðmundar saga, sem hefur skeytt inn
kaflann úr Hrafns sögu. Og sama verður nú ofan á, ef vjer lít
um á meðferð beggja sagnanna á íslendinga sögu Sturlu.
Með-ferðin á efninu er svo lík, að það er auðsjeð, að hjer er ekki um
tvo sjálfstæða útdrætti úr íslendinga sögu að ræða. Að vísu
sleppir miðsagan flestum þeim köflum úr íslendinga sögu, er
Resensbók hefur og eru Guðmundar sögu óviðkomandi.2 Enn

1 Bisk. I, LXII.

3 Sbr. greinina um Resensbók bjer að framan og þáttinn um
prest-sögu Guðmundar. í biskupssögunni sleppir «miðsagan- þeim
köflum, sem nú skal greina (kapítulatalið er eftir útg. Resensbókar
í Bisk.): 51. k. (Bisk. I, 488. bls. 3. neðanmálsgr.), 59. k. fyrri
greiuin (Bisk. I, 497. bls. 1. nmgr.), 91.—94. k. (Bisk. I, 515. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0296.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free