- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
341

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU. 341

268. k. — um aðför þeirra Hrafns og Eyjólfs að Gizuri —•
virðist að sumu leyti vera úr Þórðar sögu, enn miðkaflinn, um
veru Gizurar i Langaholti, úr Gizurar sögu. 269. k. er úr
for-gils sögu.1

270. k. byrjar á því að segja frá utanför Gizurar
|>orvalds-sonar og að þeir Gizurr og Oddr hafi skilið á Eyrum og þá
verið ráðið, að Oddr skyldi vera fyrir öllum sveitum Gizurar.
A þessu byrjar alllangur kafli um Odd, sem nær eigi að eins
yfir það, sem eftir er af þessum kapítula, heldur og yfir allan
næsta kapítula (271.), og heldur áfram í frásögninni þar á eftir,
þó þannig, að inn i hann er aukið útdráttum úr |>orgils sögu
og, að þvi er virðist, einnig úr pórðar sögu. Merkilegt er, að
þessi kafli um Odd er mjög fjölorður um allar athafnir hans í
Skagafirði, enn segir mjög lítið frá honum, ef hann fer í
aðrar sveitir. Vjer skulum nú líta á þetta betur. í 270. k.
er sagt frá því, að Oddr fjekk viðtöku hjá bændum í Skagafirði
eftir orðsendingu Gizurar, frá ráni hans í Hvammi og missætti
l>ans við Heinrek biskup. í 271. k. segir frá Fagranessför og
frá því, að Heinrekr biskup var handteldnn og laus látinn, og
’oks, að Oddr reið suður yfir heiði. Frásögnin um þetta er
mjög ítarleg. Svo eru t. a. m. taldir með nöfnum 19
Fagraness-fflenn og þó ekki allir taldir, þvi að sagt er, að þeir hafi alls
verið á þriðja tigi. Líklegt er, að tveir af þeim, sem ekki eru
taldir, sjeu þeir Páll Kolbeinsson og Hallr forsteinsson úr
Glaumbæ, þvi að það er sagt síðar i kapítulanum, að þeir hati
nðið frá búum sínum suður um heiði um sama leyti og Oddr og
aörir Fagranessmenn og dvalið á Rangárvöllum um veturinn, og
sjest ekki, að nein önnur ástæða geti verið til þess, að þeir flýja
^jerað, enn sú, að þeir hafi verið með Oddi i Fagranesi. Enn
ef svo er, þá er það undarlegt, að þeir eru ekki taldir með
hin-Uta. A þetta munum vjer minnast siðar. Enn annað er
merki-í þessum upptalningi. þegar komið er að tugamótum, hleypir
uöfundurinn: inn athugasemdinni: »ok eru nú tíu menn«, alveg: eins
gert er í upptalningi brennumanna i kaflanum um
Flugumýrar-^ennu. Sá er að eins munurinn, að í brennumannatalinu er það
einnig tekið fram, þegar hálfur tugur er fyltur (»ok eru nú fimtán«,
J°k eru nú hálfr þriði tögr«)-2 Slík talningaraðferð virðist vera

1 Sturl.i III, 207.-208. bls. 2II, 180,—181. bls.
3 Sturl.1 III, 184, bls. 2II, 159. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0351.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free