- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
651

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM ÍSLENZE MANNANÖFN.

651

Raignauld, síðar Rainauld, Renaud. Raginmund verðr að
Rain-mund, Raimund, á fr. Raymond, og Eaginhard eða Reginhard
að Reinhard. Sum af þessum nöfnum hafa læðzt inn hjá oss í
þýzkum búningi, en nær væri að taka upp þau, sem eru
alís-lenzk og samkvæm eðli tungu vorrar, svo sem Reginleif,
Ragn-fríðr, Ragnar, Ragna. Nöfn af þessum stofni (svo sem Ragnfröðr,
Rögnvaldr og Ragnhildr) virðast hafa verið all-tíð í ætt þeirri,
sem kend er við Ragnar »loðbrók«, og sérstaklega er það
eptir-tektarvert um Ragnhildar-nafnið, að það kemr í fornöld helzt
fram hjá niðjum Haralds hárfagra og jafnvel ættmönnum Ólafs
hvíta, en virðist ekki hafa orðið algengt á Islandi, fyr en á 16.
og 17. öld.

113. Rund- og rann- eru tveir orðstofnar, hvor sinnar
þýðingar, og eru þeir báðir hafðir fyrir forliði samsettra nafna,
og stundum ruglað saman (t. d. stendr í Njálu Rannver f.
Rand-ver). Bann (á gotn. razn) þýðir hús (»rann heitir langt hús«
Krók. 33) og er af því dregið orðið granni (á gotn. garazna) o:
nábúi, og kvenmannsnafnið Rannveig, sem er algengt hér á
landi að fornu og nýju. Fleiri nöfn af þeim stofni virðast hafa
tíðkazt með Svíum, svo sem llannlaug (Dietr.), sbr. sænska
nafnið Húsbjörn (Rv. 66.). Eand- er stofninn í rönd, sem er eitt
af skjaldar-heitum (dregið af skjaldarröndinni), og eru þaðan
sprottin nöfnin Randvér (sbr. vé = helgistaðr) og Randalín, sem
eru bæði til hjá oss, þótt fágæt sé. Til er líka
kvenmanns-nafnið Rand(h)eiðr, og mætti virðast sem það væri líka dregið
af rönd (og Heiðr), en líklegra er þó, að það sé upphaflega
af-bakað úr Ragnfríðr (Ragnríðr — Ragndíðr — Randíðr —
Rand-eiðr), að minsta kosti hefir það nafn tekið áþekkum
breyting-um í Noregi. I fornaldarsögurn finst nat’nið Röndólfr
(Rand-olfus DS. III) og er það alveg sama nafn og hið þýzka Randolph
(e. Randulph).

114. Báð- er sjaldhafðr stofn í norrænum mannanöfnum,
og finnast eigi nema einstök nöfn í fornsögum, sem samsett eru
með honum, t. d. Ráðbarðr, Ástráðr, Torráðr, Vandráðr,
|>akk-ráðr (s. s. Thankred). Orðið ráð þekkja allir, og vita að það
hefir ýmsar merkingar, og getr þýtt bæði vald og ráðagjörð,
út-veg og tillögu o. fl. Nöfn þessi verða því varla þýdd öll á einn
veg, og þótt valdsmerkingin geti komizt að í mörgum þeirra
(t. d. Ráðbarðr, Aðalráðr (yfirhöfðingi), Fólkráðr), þá virðast
t. d. Torráðr og Vandráðr fela í sér aðra merkingu, enda hafa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0661.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free