- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
677

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

677

152. Yíg- var algengr forliðr samsettra mannaheita í
forn-<jld, og þýðir það bardaga eða manndráp, og er samstofna við
sagnorðið vega. p>að var eðlilegt, að nöfn af þeim stofni væri
tíðkuð á vígöld þeirri, sem var í fyrndinni hór á Norðrlöndum
sem víðara, enda var þá margt af þeim, t. d. Vígi, Vígúlfr,
Víg-bjóðr, Vígbrandr, Vígfúss, Vígharðr, Vígleikr, Víglundr1),
Víg-sterkr o. s. frv. og kvenmannsnafnið Vígdís, sem táknar
val-kyrju, eða hér um bil hið sama. Nú eru þau lítt tíðkuð, nema
(karlmannsnafnið) Vigfús og (kvenmannsnafnið) Vigdís, og hefir
Mð i forliðnum stytzt (grenzt) í þeim báðum. Mörg þýzk nöfn
eru til, sem byrja á Wig-, og virðast vera af þessum stofni
(Wigbert, Wigman o. fl.), og eins eru til hjá fjóðverjum mörg
kvennanöfn, sem endast á -wig, t. d. Hedwig og Heilwig,
Hail-wig (Helwig). Nöfn þessi, er nú var getið, eru samt Jíklega
hvorki samstofna við vig né veig, heldr vik, sem mun
upphaf-lega hafa þýtt: »athvarf«. »hæli«, »staðr, sem má víkja (bverfa)
til«. í fornum ritum (þýzkum) er Hedwig stundum stafsett:
Haduwic, sem mundi þýða liæii í bardaga (höð). Lúther hefir
þegar í »NamensbiichIein« þýtt viðliðinn wig eða wic í
kvenna-nöfnum eins og hér er gjört. í fornenskum karlmannanöfnum
finst líka viðliðrinn wig (sbr. og þýzku nöfnin Hartwig, Herwig,
Ludwig), en á þar ekki heldr neitt skylt við víg (o: bardaga),
beldr við vé, eins og áðr er á vikið, og eins mun háttað
forliðn-um Wig- i sumum þýzkum nöfnum (t. d. Wigmund =
Vé-mundr, sjá 0. N.).

153. Orðið Yík, sem nú var á minzt, finst í upphafi
tveggja norrænna nafna, sem eru Víkarr (upphaflega Vík-harr) og
Víkingr, og munu þau bæði eiga upptök sín að rekja til
her-ferða forfeðra vorra á sjó. Alkunnr i fornsögum er Vikarr, sonr
Haralds Egðakonungs (réttara en: Alreks Hörðakonungs í Fas.
II.), fóstbróðir Starkaðar gamla og hinn mesti herkonungr, og er
hann talinn forl’aðir Bjarnar bunu og Ölves barnakarls í vb. Ln.
(ísl. s. I. (Kh. 1843) 327—28. bls.).

154. Vil- er algengr forliðr í samsettum mannanöfnum.
Stofninn er eiginlega Vilj-, sem kemr fram í orðinu vilji, er í

1 Víglundr er rétt liermannskeuning, og svo kallar Bjöm
Breiðvik-ingakappi sjálfan sig í einni ástavisu sinni (Eyrb. 40. k.), en
ann-ars mun nafnið varla finnast annarsstaðar en í Vigl., sem er líka
ástasaga af Snæfellsnesi, en kynni að nokkru leyti að eiga rót
sína í fornsögu úr ætt Hólmkels (sbr. Ln. II. 6., 8.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0687.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free