- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
340

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

UM SKATTBÆNDATA L 1311. 340

hafi stafað af sótt, enn ekki af hallærinu sumarið áður, þar
sem svo skamt var um liðið, og auðsjáanlega hefur hallærið
1300 að eins komið niður á Norðlendingum; hafa þeir orðið
að fækka skepnum um haustið, af því að heiskapur hefur orðið
lítill sakir öskufalsins. Árið 1306 lá hafís firir Norðurlandi
nær alt sumarið1), enn ekki er þess getið, að af þvi hafi leitt
hallæri. Um fleiri harðindakafla er ekki getið á árunum 1300—
1311. Aftur á móti gekk sótt mikil á árunum 1308—1310
með manndauða; hefur það liklega verið bólusótt, því að svo
er hún kölluð 1310, og birjað first firir norðan og siðan breiðst
út um Vesturland og Suðurland. Enn sóttir og manndauði af
þeirra völdum hafa litil áhrif á hlutfallið milli
skattgjaldenda-tölu og fólksfjölda, þvi að þær leggjast engu fremur, nema
siður sje, á hina efnaðri menn, sem skatt gjalda, enn á hina
fátækari, og þó að skattgjaldendur deii, þá taka erfingjar við
fjármunum þeirra. Firir aldamótin 1300 er getið um
>felli-vetur eimuna« 1291, enn ekki önnur hallæri á síðasta áratugi
aldarinnar firr enn 1300. Árið 1311 virðist þvi hafa mátt
heita meðalár og ef til vill i betra Iagi, ef nokkuð er að
marka annála, enn að svo sje, virðist mega ráða af því, að
þeir geta um harðindakafla, sem birjaði 1312 og stóð það ár
og hið næsta.

Þá er að finna hlutfallið milli tölu skattgjaldenda og
fólkstölu 1 meðalári á 19. öldinni. Til þess miðar
eftirfar-andi tafla, er sínir þetta hlutfall firir þau ár, sem kunnugt er
um. Jeg hef tekið með árið 1753, þó að það heiri til 18.
aldarinnar.

Ár [-Skattgjald-enduv,-] {+Skattgjald- enduv,+} tala Fólkstal Hlutfall milli skattmegins og fólkstals
1753............... 2200 48430 1 : 22,0
1833—1838, nieðaltal 3002,7 56756 1 : 18,9
1840............... 2915 57094 1 : 19,6
1850............... 3454 59157 1 : 17,1
1873—1875, meðaltal 2377,3 71156 1:29,9

’) Skálh. annáll. Gottskálks annáll segir, að ísinn hafi legið „um
alt Island", og er það auðvitað orðum aukið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0352.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free