- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
378

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

378

um skattbændátal 1311.

álna vaðmála og verði þá að hálf’ri mörk vaðmála eirir«.
Með öðrum orðum, dírleikshlutfall lögsilfurs og vaðmála um
árið 1000 er 1:4.

Um sama leiti var dírleikshlutfall skírs eða brends silfurs
og vaðmála 1 : 8, sem áður var sínt.

Af þessu leiðir, að dírleikshlutfall brends silfurs
og »lögsilfurs« var 1:2 um árið 1000. Skírt silfur
var helmingi dírara enn »lögsilfur«.

Dr. Valtýr Guðmundsson hefur í ritgjörð sinni um
silfur-verð í Festskrift til L. F. A. Wimmer viljað rengja vitnisburð
Konungsbókar um það, að dírleikshlutfall bleiks silfurs og
vaðmála hafi verið 1 :4 um 1000, og gera alla greinina, þar
sem þetta stendur, að markleisu. Enn allar mótbárur hans
beinast í rauninni að þeirri staðhæfingu greinarinnar, að 60
penningar hafi verið slegnir úr eiri silfurs. Hann segir, að
um 1000 hafi ekki komið 60 penningar á eiri (það er rjett),
heldur 30 penningar (það er rangt hjá honum, sjá hjer að
framan). Enn fremur, að ekki hafi þá verið alt eitt vegið og
talið, því að þá hafi penningar eingöngu verið vegnir, enn
ekki taldir, sem er rjett. Pá segir hann, að penningar hafi
ekki verið slegnir úr bleiku silfri um þessar mundir, og það
er rjett, að þeir penningar, sem hingað til hafa fundist frá
firsta þriðjungi 11. aldar eru úr nokkurn veginn skiru silfri,
fjórtánlæðu, all að fimtánlæðu;1) enn þeir eru tiltölulega fáir,
og er því hæpið að fullirða, að ekki hafi lika verið slegið úr
bleiku silfri. Þess ber og að geta, að frá 11. öldinni eru til
penningar úr hjer um bil áttlæðu silfri, sem menn hafa eignað
Haraldi harðráða, einkum af því, að sögur vorar eigna Haraldi,
og eflaust með rjettu, að hann hafi slegið vonda penninga,
sem kallaðir vóru Haraldsslátta. Enn letrið á flestum þessum
penningum er ólæsilegt, og er því ekki alveg loku skotið firir
það, að sumir þeirra geti verið eldri. Enn sleppum þessu og
gerum, að það sje rjett, að ekki hafi veriö slegið úr bleiku

’) Fjórtánlætt (d. fjortenledigt) kalla jeg það silfur, sem er svo
blandað, að i hverri 16 lóða mörk af því eru 14 lóð af alskíru
silfri. Alskírt silfur er 16-lætt; áttlætt silfur blandað til helminga
o. s. frv. Á þeim tímum, sem hjer er um að ræða virðast menn
hafa talið það silfur alskírt eða brent, sem var 14—15-lætt (sbr.
N. M. XI. bls., 4. neðanmálsgrein).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0390.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free