- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
632

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

632

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

t. a. m. var mörg ár farmaður og sagður hinn nýtasti
far-drengur, en hann virðist eigi hafa verið stýrimaður nje
skips-eigandi, þá er hann kom til Islands (um 1009) og seldi þar’
vörur, heldur Norðmaður nokkur, sem bjet Hávarður, og
munu Norðmenn hafa átt skipið.1)

Pað getur einnig verið efamál um fleiri en Önund sjóna,
hvort eigi að telja þá með kaupmönnum. Einkum er vert að
geta þess, að ekkert er nú kunnugt um utanfarir Hrafns
Oddssonar Hlymreksfara annað en það, að hann var lengi í
Hlymreki (Limerich) á Irlandi. I’að lægi þvi jafnvel næst að
telja hann með þeim Islendingum, sem getið er um erlendisr
án þess að greint sje hvernig þeir fóru utan eða komu út.
En auknefni hans bendir á að hann hafi verið kunnur
far-maður og siglt milli Irlands og Islands. Einnig var hann af
höfðingjaættum og eignaðist konu af göfgum ættum, er hann
settist um kyrt á Islandi.

Af þessu er ljóst að það er opt erfitt, eins og áður
hef-ur verið bent á, að draga nokkur ákveðin takmörk á milli
kaupmanna á söguöldinni og annara manna, sem voru á
ferðalagi eða fóru eina kaupferð, og eru ýmsar ástæður til
þess. Pað er eigi einungis það, að í heimildarritunum er
opt sagt svo lítið og ógreinilega af ferðum manna, að eigi
er hægt að fá neina nánari vitneskju um þær, heldur verður
og að gæta að því, að ástæður manna voru á þessum
tím-um í mörgum greinum öðru vísi en nú. Þá var engin
sjer-stök kaupmannastjett til eða flokkur manna, sem gerði
kaup-skap að atvinnu sinni alla æfi, líkt og á vorum dögum. Sömu
mennirnir gengu að þeim störfum, sem þeir þurftu á að
halda, eins og tiðkast hefur á Islandi fram á vora daga.
Menn hlupu úr einu í annað eptir þvi sem þörfin bauð og
löngunin hvatti menn til. Kaupmenn þeir og farmenn, sem
hjer eru nefndir, voru flestir af góðum ættum; sumir þeirra
voru höfðingjasynir og sumir synir góðra bænda. feir gerðu
eigi kaupskap að æfistarfi sinu, heldur fóru þeir kaupferðir
á meðan þeir voru ungir eða á miðjum aldri, til þess að
afla sjer bæði fjár og frama og kynnast öðrum löndum. Eptir
nokkur ár, fleiri eða færri eptir atvikum, settust þeir
venju-lega um kyrt, tóku við föðurleifð sinni, kvæntust og gerðust

■> V-Ljót 1/155, 2/161, 5/176-177, 5/182-183, 7/191.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0644.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free