- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
742

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

742

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

að kaupferð, nema með hans leyfi eða sýslumanns hans;
hafði slik einokunarverslun komist á þegar á dögum Haralds
hárfagra. Sagan segir, að Oddur bæði skipverja sína um að
eiga eigi kaup við Finna, en þeir gátu eigi staðist þá
freist-ingu; duldu þeir hann þess í fyrstu, þangað til þeir sigldu að
norðan og sáu sýslumann konungs, Einar flugu Háreksson, koma
i veg fyrir þá á langskipi alskipuðu. Oddur fekk falið vörur
þær, sem þeir höfðu keypt af Finnum, í húðfati einu, áður en
Einar kom, svo að hann fann þær eigi, er hann rannsakaði
skipið, enda varð hann að flýta rannsókninni, þvi að vindur
stóð af landi og sjógangur tók að vaxa. Oddur hjelt siðan
suður með landi, og kom við i Mjölu, eyju einni á
Háloga-landi. Pá vildi svo óheppilega til fyrir hann, að Haraldur
konungur hinn harðráði var þar fyrir, og hafði hann frjett af
ferð Odds, því að Einar hafði þegar sent menn til hans, til
þess að skýra honum frá rannsókn sinni og grun þeim, er
hann hafði. Oddur hafði verið hjá konungi áður, og
konung-ur gert vel til hans, en þó duldi nú Oddur alls og fekk hann
með naumindum falið Finna vörurnar, er konungur
rannsak-aði skipið. Aðra nótt, sem hann var í Mjölu, Ijet hann í
haf til íslands, til þess að forða sjer undan reiði konungs.1)
Kaupferðir sinar hefur Oddur farið á árunum um 1040—1060.

Þorvarðurkrákunef, vestfirðskur maður,fór milli landa
og átti kaupskip. Hann var auðugur maður og góður
dreng-ur, segir sagan. Hann kom eitt sumar skipi sínu í Niðarós
og var Haraldur konungur harðráði þá í bænum og Eysteinn
orri Þorbergsson, mágur hans. Hann leigði sjer þar skemmu
og fór á fund konungs og vildi gefa honum segl. En
kon-ungur var eigi glaður í bragði og vildi eigi þiggja það nje
lita á það, af því að eitt sinn hafði hann þegið segl af
Is-lendingum, sem gekk i sundur i siglingu og nær hafði orðið
honum að skaða. Eysteinn orri bað þó konung líta á seglið,
en hann vildi það eigi. I’orvarður gaf þá Eysteini seglið og
var það hin mesta gersemi; bauð hann Þorvarði heim
til sin á Giska (á Sunnmæri) og veitti honum vel; gaf hann
honum að launum þrjá gripi, kyrtil hlöðum búinn og skor-

’) Band. 7-8, 10, 21-22, 29-31, 39-40; Msk. 105-109; Fms.
VI, 377-384; Flat. III. 381-386. í þjóðsögunni af Hemingi
Ásláks-syni kemur Oddur Ófeigsson einnig fyrir, sbr. Hemings þátt í Flat.

III, 400-410, Sex. söguþ. 44-68, Icel. sag. I, 347, 359-361.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0754.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free