- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
749

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRIÐAR- OG RIT-ÖLDIN.

749

ar hafði hann þing í bænum. og mælti: »Vjer viljum þakka
hingaðkvámu ölium enskum mönnum, þeim er hingað ílytja
hveiti og hunang, flúr eða klæði; svo viljum vjer og þakka
þeim mönnum, er hingað hafa flutt ljerept eða lin, vax eða
katla. fá menn viljum vjer og til nefna, er komnir eru af
Orkneyjum eða Hjaltlandi, Færeyjum eða Islandi, og alla þá,
er hingað hafa flutt i þetta land þá hluti, er eigi má missa,
og land þetta bætist af.« ívi næst veik konungur máli sinu
til iPjóðverja og bað þá að vera í brautu sem skjótast.1)

Hjer er það eigi beinlínis sagt, að það hafi verið
Islend-ingar, sem voru komnir af íslandi; orð konungs geta bæði
átt við þá og Norðmenn eða aðra, er fluttu þaðan vörur til
Björgynjar: en að því verður að gæta, að konungur i
þess-um hluta ræðu sinnar talaði til þeirra útlendinga, sem þá
voru samankomnir í Björgyn; aptur á móti snýr hann í
síð-ari hluta réeðu sinnar máli sínu til þegna sinna og varar þá
við ofdrykkju. ]?að verður þvi að skilja þetta svo sem
ein-hverjir íslenskir kaupmenn hafi þá verið í Björgyn, og svo
hefur Konrad Maurer skilið þetta.2)

Þessa skoðun styður einnig ókunnur norskur rithöfundur,3)
sem ritað hefur um ferð nokkurra danskra höfðingja til
lands-ins helga. Þeir lögðu af stað 1191. og komu við i
Konunga-hellu. Þar slóst í för með þeim norskur höfðingi, Úlfur af
Laufnesi, sem kunnur er af Sverris sögu, og með honum 200
manna. Þeir komu við í Tunsbergi, í Seleyjum (skamt fyrir
vestan Liðandisnes) og i Björgyn, sem þá var orðin mestur
°g auðugastur kaupstaður i Noregi. Björgyn er lýst og segir
höfundurinn, að »þangað komi fjöldi skipa og þjóða
hvaðan-æfa; ef menn vilja Ieita fyrir sjer, megi hitta þar
íslend-inga, Grænlendinga, Englendinga, Þjóðverja, Dani, Svía,
Got-lendinga og margar aðrar þjóðir, sem of langt mundi upp að
felja.4)

’) Fms. VIII, 248—251; Eirsp. 107-109; AM 81a fol.
(Skálholts-hók .yngsta), Krist. 1910, bls. 135—137. 2) Sbr. Ný Fjelagsrit

XXII, 103; Höpfner und Zacher, Zeitschr, f. deutsche Phiiol. II, 456;
Island 429. s) Dr. K. Kalund hefur i Aarb. f. nord. Oldkh.

1896, ^ bls. 79-96, leitt gild rök aö þvi, að höfundur Profectio
Dano-rum hi terram sanctam hafi verið norskur. 4) Liber de profec-

^one Danorum in terram sanctam. Scriptores tí, D. V, 353. Rit þetta
hefur Jörgen Olrik þýtt í Kreniker fra Valdemarstiden. Kbh. 1900—
1- Perð jiessari er lýst i P. liiant, Skandinavernes Korstog og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0761.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free