- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
808

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

808

ferðir, sigl1nga.r og samgöngur.

teknir þar upp viða í nýjar kirkjur, einkum þær, sem eru
vandaðar og gerðar af mikilli list.1)

Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri (Hrafnseyri) við
Arn-arfjörð var snemma hinn mesti atgjörvismaður og næmur á
margt. Hann fór ungur af landi brott, bæði til Orkneyja og
til Noregs. í Orkneyjum komst hann í kynni við Bjarna
bisk-up Kolbeinsson, og sendi biskup honum síðar til íslands
fingurgull, er á var merktur hrafn og nafn hans, svo að
inn-sigla mátti með því, einnig söðul og steinklæði. Hrafn var
að eins eitt ár í þessari ferð (rjett fyrir eða um 1190). Fám
árum síðar fór Hrafn aptur utan (um 1195). Hann var þá í
Noregi hinn fyrsta vetur og fór vorið eptir til Englands og
»sótti heim hinn helga Tómas erkibiskup« (gröf Thomas
Beckets) í Kantaraborg og gaf hann dýrðlingnum
rostungs-tönn, sem hann hafði fyr heitið, og fje til musteris hans.
Þaðan fór hann suður um haf og um Frakkland til Bourg
St. Gilles (hinn helgi Egidius í Ilansborg = Burgus Sancti
Ægidii) við Rhoneósa. Þá fór Hrafn vestur til Spánar, til þess
að heimsækja hinn helga Jacob postula í St. Jago di
Com-postella. faðan fór hann til Rómaborgar. Síðan hjelt Hrafn
norður á Ieið og »varðí fje sinu til helgra dóma, þar sem
hann kom«. Hann kom í Noreg og fór þaðan til íslands.
Var hann þá um veturinn á fingvelli með Brandi mági
sín-um. Vorið eptir kvongaðist hann og fór síðan vestur á Eyri
og tók við föðurleifð sinni og goðorði föður sins, og bjó þar
siðan.2)

Um 1193 komu Ut þrir Eyfirðingar á skipi, sem mun
hafa komið í Eyjafjörðinn. Einn þeirra hjet Bergur
for-steinsson, annar Illugi Jósepsson og var kallaður
hall-frekur, en hinn þriðji Þormóður Einarsson. Þeir fóru i
vist, en urðu missáttir áður, af því að í’ormóður sagði sjer
horfið ljerept og annan varning, og kendi það Illuga. Vorið
eptir hefndi Ulugi þess og veitti Pormóði mikinn áverka.
111-ugi bar síðan járn til sýknar sjer og varð mjög skír. Um
sumarið fór hann utan og kom Ut þá um haustið (líkl. 1194).3)

Sighvatur Bjarnarson hinn mikli, frá Brekku í 0-

’) Páls s„ Bps. I, 128-131; Pms. Vm, 297—298; Eirsp. 131;
Flat-II, 644—645; Ann. I, III, IV, V. s) Hs. Sturl.2 H, 276—278; Bps,

1, 641—643. 3) Sturl. I, 174-175.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0820.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free