- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
264

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

264

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

tíku og hökul, feldu þeir höfuðlínið aptur af
hnakkan-um, og lagðist þá búningurinn á höfuðlininu utan með
hálsmáli yzta fatsins, og reis upp í hnakka, og upp
með vöngum. Búið er lýsa efni i höklum, skreytingu
þeirra og lit; hér kemur þvi sniðið eitt til greina. Það
kemur víða fram, að menn halda að hökullinn sé
af-kvæmi tógunnar rómversku, en svo er ekki; hann er
afsprengur yfirhafnar, sem pænula var nefnd, og sem
var almenn manna á milli á 2. öld e. Kr. Elztu
hökl-arnir, sem nú þekkjast, og fornar prestamyndir, sýna
hökulinn alveg með sama sniði, og hökull
grisk-kaþólskra, sem enn heldur pænulu-nafninu (phelonion),
er svo að segja alveg eins og pænulan rómverska.
Al-veg fram á 13. öld hélzt það lag, en siðan var farið að
smádraga úr því. Þó hélt það grundvallareðli sinu alla
leið fram á 16. öld; þá var farið að hrófla við því lika,
og úr því stórhrakar fatinu, þar til það er orðið að því
viðrini, sem það nú er jafnt með kaþólskum sem
evan-geliskum, að visu altaf hafandi svipaða lögun, en búið
að missa hið innra lögmál, sem eitt olli fegurð þess,
missir, sem ekki er hægt að bæta upp með útsaum,
gulli og gimsteinum. Hökullinn var upprunalega fat
breitt að neðan og mjótt upp í odd. Væri það þanið,
var það rétt »rotations«-keila. Var oddurinn annaðhvort
sniðinn af, eða klauf upp í fatið frá oddi svo sem
höfuðsmátt. Mynduðu axlalinur fatsins ávalt 90° horn,
og væri fatið skorið niður úr og flett úr þvi, hlutu
boðangajaðrarnir eðlilega að mynda beina línu, og alt
var fatið því hálfur cirkill, en boðangajaðrarnir
dia-meter hans. Væri dregin lína milli þeirra punkta, þar
sem axlarlínur fatsins skáru cirkilinn, og lóðréttar linur
úr þeim punktum á diameterinn, mynduðu þessar þrjár
linur, ásamt diameternum, hálfan, rétthyrndan jafnhliða
ferhyrning. Fatið var því sniðið »ad quadratum«

1) Hinn andríki norski fræöimaður Fr. Macody Lund hefur
fyrstur veitt pessu lögmáli eftirtekt og pví, að pað gilti um
kirkjur miðaldanna. Hafa skoðanir hans hér um við óyggjandi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0660.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free