Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
28
UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 86
uppistöðu („plan") sögunnar, liugsaða út i æsar og
bigða á örlagatrúnni, og lísir þessi uppistaða sjer
firir-fram í spásögnum um óorðna liluti eða firirboðum firir
þvi, seni síðar gerist." Og á öðrum stað segir sami
mað-ur: „í Njálu gerist ekkert — ekki liið allra minsta —
nema það sje boðað firirfram."1) Bááth liefur i þessari
ritgerð rakið ágætlega alla uppistöðu sögunnar og fært
full og gild rök firir þessum dómi sinum. Þó er það
nokkuð djúpt tekið i árinni, að „ekki hið allra minsta"
gerist án þess að það sje boðað firirfram, og má ekki
taka það of bókstaflega. í Njálu eru firirboðarnir oftast
fólgnir í spásögnum spakra manna (t. d. Njáls, Hrúts)
eða manna, sem eru feigir (Skarplieðinn spáir þvi i
brennunni, að Kári muni liefna þeirra feðga),2) eða
framsinna kvenna (kerlingin og arfasátan), enn
stund-um eru þeir þó fólgnir i öðrum firirburðum (atgeir
Gunnars gefur frá sjer hljóð firir vigum, hrafnarnir,
sem filgja Högna og Skariilieðni — sbr. áður)
firiburð-urinn firir Njálsbrennu, sem ber firir Hildiglúm á
Beykj-um (maður á grám liesti með eldibrand í liendi kveður
visu), eða i draumum (draumur Flosa firir falli
brennu-manna, maður i geitlijeðni með járnstaf i hendi,
Járn-grimr að nafni, gengur út úr Lómagnúpi og lcallar
nöfn þeirra, sem feigir vóru, Nj., 133. k.).
Á þessu sjest, að Njáluhöfundurinn hefur gert
þessa firirboða firir liinu ókomna, sem eiga rót sina i
örlagatrúnni, að megingrundvelli sagnaiþróttar sinnar.
í engri annari sögu er þessu vopni beitt af jafnmikilli
snild eins og i Njálu, enn flestar sögur beita þvi meira
eða minna. I Gunnlaugs sögu ormstungu speglast allur
gangur sögunnar, sem á eftir fer, i draumi Þorsteins,
föður Helgu hinnar fögru, i upphafi sögunnar um
álft-ina fögru og örnuna tvo, sem börðust um hana, þangað
til þeir hnigu báðir dauðir niður, og valinn úr vestri,
sern síðan ljet blitt við álftina og flaug með henni heim
1) A. U. Báátli, Studier öfver kompositionen i nágra isl. áttsagor
159,—160. og 90. hls. — 2) Nj„ k. 12912a: þat hlægir mik, ef þú kemst
i braut, at þú munt hefna vár.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>