- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
18

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og verðmætin breyttust — Sumt gullið var gróm,
Og gjaldeyrir svikinn og fjárhirzla tóm.

En hitt var þó meira, að skúmið í skotum
Og skarnið var alsett með gimsteina brotum.

En eitt var þó berast: í sjálfum mér sá
Eg samskonar gróm og í kringum mig lá —

Svo glitti þar líka í gimsteina brotin
Sem glóðu þar líka um rvkugu skotin.

Hún kom eins og geisli í grafar-húm kalt,

Og glóandi birtuna lagði 11111 alt —

Hún brá fyrir, kvísluð, sem kveldleiftur glampa,
En kveikinn minn snart hún og tendraði lampa.

1891

Fullkomleikinn.

Til fullkomleikans litla ber

l^g lotning, þó til hann væri hér

Svo hver yrði heilagur hengill —

Að varpa íui þessum manns-ham af mér
Eg mælist ei til, skal eg segja þér,

Og standa sem storknaður engill.

o n

Að hnjóta um lífsins hála svið,

Að hrasa og falla — en upp á við,

Er ferill að framfara auði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free