- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
103

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þetta blá-milda biik sem úr bikarnum skin —
Djúpt sem bros yíir auðséðum harm —

Það er tillitið hans, þegar horfði til mín,

Það ið liinzta sinn, sloknandi hvarm.

— »En þú horfir i gröf, vilt ei himinin sjá,
Þvi er hug þínum missirinn sár«.

Er það bótalaust böl ef að J)ara eg á
Þessi blóm, þessi ljóð, þessi tár?

1895

IV.

Eg kveð þig sumar — Haust eg heilsa þér
Af hnjúknum þeim sem landamerki er.

Að baki liggur sveitin sumarlöng,

Með sólskins-morgna og þýðan lóu söng.

En við mér blasir sveit, ei sjónum víð,

Því sólarlag er þar í miðri hlíð.

— En trú þú ei, eg hnugginn harmi grand,
Þó halli on’í kveldskugganna land.

Við herra lands þess hef’ eg löngu sæzt
Og honurn treysti — við höfum fyrri mæzt.

Mín kveðja vís til vinar horíins er:

Æ, vel fer um þig, hvert heizt sem þú fer!

Og hún var alveg svona, þetta sinn,

Er siðast kvaddi eg litla drenginn minn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free