- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
127

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En svo kemur tízkan og varar mig við,

Og vitnar í þegnskyldu-bréfið:

Að þér hafi eg, ættjörð mín, horfið frá hlið
Og heitorð mitt annari gefið.

IJað land sem mig beri á brjóstinu nú
Svo blítt, hafi lögfest sér ást mína og trú.

En ég sem ei áhyggju um orðstír minn ber,
En æfði — mér stundum til baga —

Þá sérvizku íþrótt, að segja eins og er,
O-sýnn um í felur að draga,

Eg löngun og hug mínum lýsa hér verð,

Og legg síðan málið í tímanna gerð.

Eg gleð mig við hvað sem er fagurt og fritt,
Jafnt fjöllin sem vel stýlað handrit,

Við manns-augað skæra og skynsemis-blítt,
Þó skreyti það stúlknanna andlit —

Að það sé neitt ljótara á laglega mey
Að lítast en blómknapp — eg trúi því ei.

En segulafl yndi því öílgara veit —

En ekki frá hverju það leiðir —

Og það er sú ósjálfráð ástin og’ heit
Sem andanum brautina greiðir,

Sem brennir hvert varmensku bindandi haft,
Sem blæs upp hvern neista af göfugum kraft.

Og allar þær listir sem láta þér bezt
Hún lífgar, sem vorblómin ylur —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free