Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Þú hrekkur við fákur, og flögrar,
Og festu og’ kjark mínum ögrar.
Með útflentar nasir og hringbogin hné,
Og hnyklaða vöðva á bógum,
Með sporin svo kvikleg sem kveikt í þeim sé,
Eða kitli þig jörð undir hófum,
Unz svitinn af brjóstinu l)ogar
Þú bitilinn japlar og togar.
En hvað var það annars sem sárast þér sveið,
Sem sjóðandi eldur þig brendi?
O, var það öll kvölin sem kynið þill leið
Af keyrinu í inannanna hendi?
— Svo espa mig ógnir i sögum
Frá okkar og feðranna dögum.
En kannske er það drambið,sem greip þig svo geyst,
Því gæðing þig húsbóndinn kallar —
Sem kóngs-þrælnum greifatign göfgari leizl
En gersemar frelsisins allar,
Og’ hreykinn í hlekkjunum rembdist
Ef harðstjórinn konungur nefndist.
’ ’ ’ ** t
En ættin vor beggja er frá ómunatíð
í undarlegt bandalag gengin.
Og samvinnan okkar við sigur og’ strið
Er saga, sem skráð hefir enginn —
Og sjaldan það var sem við vörðumst,
Til valdanna oftast nær l)örðumst.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>