- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
172

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og ein-kvæður hróður var hátturinn sá,

En hann varð þó sögunnar faðir.

Og aukin er harpan vor norðlenzka á nv,
En nú liggja strengirnir vestur —

Og þinn söng um inannkomu óbygðir í,
Um íslenzkar héraða-festur.

Og þú ristir ljóðstaf á akur og eik
Með yfirbragð þjóðlífs og foldar,

Og kveðandi vígðir þú lýðmót og leik,

Og landnemann söngst þú til moldar.

Ef hlýviðri félst þér, að liending varð það,
Og hríðin á sumardag fyrsta —

Og sneyðir finst nágrenni orðinn þér að,

Og autt vera skarð sinna lista.

Því um það er sveitin, sem ber nú þín bei
í barmi sér, ljósust til vitna:

Hún gull-fáði nafnið þitt, gróf það í stein
Til geymslu yfir strenginn sinn slitna.

1903

Úr íslendinga-dags ræðu.

Þó þú lang-förull legðir
Sérhvert land undir fót,

Bera hugur og hjarta
Samt þíns heiina-lands mót,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free