- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
174

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Að hugur minn, farfugl ins langfleyga ljóðs,
Sem lands-vist með árstíðum breytir,

Með vorkvaki í vísunni sinni
Þín vitjaði í gröfinni þinni.

í3ú vissir, að það er ei landauðna-lag
Sem leik eg á hörpuna mína —

Við söknum þín, þökkum þér sjötíu ár,

En sættumst við hvíldina þína,

Fyrst æskan á landið að erfa
En ellin og þreytan að hverfa.

()g systir, nú vekst mér vor ættferill upp
Um aldanna langdrægu skeiðin:

Frá austri í vestur til veraldar-náms
Með vöggurnar okkar og leiðin!

I}á kviknar mér eldur og óður
Og unun og saknaðar-móður.

Þvi sárindin liðnu frá leiðangri þeim
Oft leggjast i streng minn og svíða —

En hitt fjörgar ljóðið og örvar þess óm,

Að ættar-mót geymdust svo víða
Þar söngtákn t)g sögu-mörk landa
Með svij) hennar óhögguð standa.

Að kyn okkar verkfært frá gröf sinna gekk
Og graflagði ei hrífuna og oríið —

Þó autt verði frændsemi skyld-mennis skarð,
Ei skiftir um framtíðar horfið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free