- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
187

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þér gömlu farmenn! land í lýsing sjáið,

Það land, þá bygð, það aldarfar sein þráið —
Og er það ekki sælt, að ganga að sofa
Með sýnina þá? er vöku-nætur rofa.

IX.

Alt norrænt kveður Noreg heilla-minni
Með nýrri dögun yfir gæfu sinni,

Og brýnir kraft að hafa i öllum höndum
Við hugarstefnu í Norðurálfu löndum.

En friðar-styrkur frjálsra anda og handa
Um framtíð ríki á kóngs-stól Norðurlanda!

r

A meðan þjóðsæmd þrífst og tungur standa.

1905

Stefán Kristinsson.

— Systursonur höf. —

I.

Margblessaður heimkominn, velkominn vert!
Þó viðtakan setji okkur hljóða —

Við tökum þig grátfegnir eins og þú ert
I armana, hjartað vort góða! *

Þú kemur að flytja aldrei frá oss,

I framtíð að vera nú hjá oss —

I boði var öll okkar eiga,

En ónýt varð hún nema í sveiga,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0193.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free