- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
218

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En klakann og mjöllina met eg þér betur,

Því mjallar og klakans eg fósturbarn er —

Og ég á í æfinni oftast nær vetur

Einn fleiri en sumrin min — hvernig sem fer.

Eg veit það er indælt við sjávarins sanda,

Þá sólarlags gullþiljum ládeyðan felst.

En þar kysi eg landnám sem lang-flestir stranda
P"f liðsint eg gæti — eg bygði þar helzt.

Eg veit það er lánsæld að lifa og njóta,

Að leika og’ livíla sem hugurinn kjTs —

En mér finst það stærra að stríða og brjóta
I stórhríðum æfinnar mannrauna ís.

Þann ferðamann lúinn eg lofa og virði
Sem lífsrevnzlu skaflana brýtur á hlið,

En lyftir samt æfinnar armæðubyrði
Á axlirnar margþreyttu og kiknar ei við.

Og oft fanst mér vorbata viðreisnin Jilíðust
Sem veturinn langstæði nær-seildist til,

Og kveldsTvmið indælast, hvíldin sú þýðust
Sem kom þegar slotaði myrkviðris byl.

1891

A aðfangadags-kveld.

Hér situr hún forsæla — af skútum og skóg’
Hún skugga-mynd dregur á nýfallinn snjó

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free