- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
225

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Af viljanum leysa hvern hugleysis-hnút,
Og heimskuna fávita að segja —

Með þrek til að lifa og leika það út
Og loks hafa þor til að deyja.

Og nú hefi eg ort þetta og aflokið mér,
Þó æfin við það væri hnituð.

Og ráðstafað gjörvöllum eigunum er
Og efðaskráin mín rituð.

1897

Heillaósk.

Að leggja á þig guðs-blessun, get eg
Né geðþekni manns:

Þig gerðu þá fépúkar félaga sinn
Og fordómar lands.

Eg óska þú fáir af skorti þinn skerf,
Af skömmunum nóg,

En lifir þó alt saman ólánið dautt
Og óvildar róg.

1897

Sleplicin G. Slephansson: Andvökur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0231.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free