- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
232

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og fár það er farið og runnið —

IJað huga minn hvessir, það hressir mitt geð,
Að hugsa um — ef alt s}’rnist komið í veð —
Þær þrautir sem á hef’ eg unnið.

Og því er eg glaður, og því er eg frjáls,

Hjá þrælkun og sorginni beygi ekki háls.

Svo fjarar út andsteymið óðum —

Og því get eg, meðan þú stynur, mín stef
Með staðlyndi ritað hér á þetta bréf,

Mér þegjandi Ieikið að Ijóðum.

1901

»Jahve«.

Spurull minn — sem óðs eg ann —
Um hvað varstu að skrafa?

O já, livað eg lialdi um hann
Hebreanna Java!

Eg sjtal ekki masa margt,

Minka ’ann ei né lofa ’ann —
Hvorki á meðan þegja þarft
Þú né taka ofan!

Hann hefur eins og ýmsir menn
Elzt og breyzt og mannast —

Það má sjá á öllu enn,

Aframhaldið sannast.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0238.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free