Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Og við þykjnmst all-flestir upprofið sjá
Og árbrún af fegurri tíðum —
En vökuna stytta til morgunverks má
A meðan við þraugum og bíðum.
Svo tak þú hans málstað, er segir þér satt
Og svikin og ranglætið hatar.
Og sendu þar jólakvöld góðvilja-glatt
Sem guðsþakka-skinið ei ratar.
Og halt uppi virðing hvers verðleika-manns,
Ef vanþökk tróð gröf lians i eyði
Pá græddu þó meið yfir moldinni hans
Til minja, og hlúðu að því leiði.
Og lát ei þá grunsemd þig fæla því frá
Hvort faðir þinn réði því svona —
Að bæta úr flónsku sem feðrum varð á
Er fremdarverk ættgóðra sona.
Til hans væri — gleymt hvort hann árvakur er! —
Ei óskylt að nú væri munað,
Sem settist við kveldlampann kyrlátt hjá þér
Og kveikti þar fegurð og unað —
En lágt stígur hún, þessi hátíðasól,
í hávetrar rökkvaða geiminn.
Og stundleg þau verða og stutt þessi jól,
Og staðlaus, því við erum gleymin.
Það jólar að ári, það helzt við í heim’,
Þó helgidags boðskapnum linni.
Og kannske við glöggvum þá hátíðahreim
I hálfkveðnu visunni minni.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>