- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
267

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Viljirðu ala á þjóðar-þrá
Þinni að stefnu liærri,

Mun þess völ, að yrkja á
Andans krafta stærri?

Er ei næst hann nemi lönd
Ný, fyrir þrá og unað,

Ut fyrir þína eyjar-strönd:

Eigin hag og munað?

Yrði hvergi segl að sjá

— Sum þó mari í kafi —

Boðar það ei ördeyð’ á
Öllu norður-hafi?

VII.

Nú skal minst á mig sem styzt

— Meinlaust, ef eg gæti —,

Fyrst í kvæða-krókbekk yzt
Klöngrast hef’ i sæti.

Eg hef’ oftast siglt minn sjó,
Sjálfur lagt til mötu.

Mér hefir lífið lánað þó
Ljón á marga götu.

Hvorki fyrir frægð né gjöld
Fyrir þér eg tala —

Hef’ ei enn þá, undir kvöld,
Andra mína fala.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free