- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
309

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eg skil það vel hvað veldur ótta þínum

— En varnir engar geri um sjálfan mig —:
Þú kvíðir við, að krókna í ljóðum mínum
Frá kolastónni ef hrevfa yrðir þig.

Samt el eg von, að ykkur hepnist þrautin,
Þó engan vermi þetta sem eg hef’ —

Því jafnvel ísinn út’ við jarðar-skautin
Er undarlega fjarstæður við kvef.

Þau hafa stórskemst, lungun okkar landa,
í lágsléttunnar berklasýkis reit —

En jafnvel þeim er auðveldast að anda
í úti-lofti í liárra fjalla sveit.

Svo kviðið engu íimbul-vetrar fári!

Því frostlevsan er stundum synda-gjöld.

En takið sól og sumri í nýju ári
í sátt við liðið fyrir tunglskins-kvöld.

1906

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0315.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free